top of page

Thelma hefur lengi verið mikill aðdáandi Lottu og loksins nú í ár, sumarið 2018 slæst hún í lið með hópnum og tekur að sér hlutverk tvíburanornanna í Gosa, þar af leiðandi fær hún að vera bæði góð og vond!

Thelma er menntuð í söng- og sviðslistum frá Skotlandi. Hún starfar við fjölbreytt leik- og söngverkefni, syngur inn á teiknimyndir og starfar með ýmsum listahópum. Hún er sísyngjandi og mikill söngleikjaaðdáandi.

Thelma hefur leikið og sungið í Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og nú með Leikhópnum Lottu. Helstu hlutverk Thelmu er Gréta í Hans og Grétu, Sheila Franklin í Hárinu og núna síðast Pílu Pínu í samnefndum söngleik. Hún syngur líka með Schola Cantorum og stýrir Krúttakórnum, krúttlegasta kór landsins!

THELMA HRÖNN SIGURDÓRSDÓTTIR

bottom of page