Kristína er þúsundþjalasmiður sem nýtur þess að gera allt á milli himins og jarðar.
Hún er menntuð í textíl úr LHÍ, og frá útskrift sinni þaðan 2001, hefur hún unnið við hönnun á búningum, leikmyndum, söluvöru og fleiru.
Hún hefur unnið fyrir leikhópa, leikhús, kvikmyndir, söfn og eigin vinnustofu. Auk þess að hanna, elskar hún vera með hendurnar á kafi í hlutunum og að miðla því sem hún kann, svo hún saumar, litar, límir, málar, smíðir, leiðbeinir og kennir líka.
Kristína hefur unnið fyrir Leikhópinn Lottu síðan 2011, fyrst við að aðstoða hópinn við búningagerðina fyrir Mjallhvíti, en síðan tók hún búningahönnunina alveg að sér fyrir hópinn og hannaði, saumaði og litaði búningana fyrir Stígvélaða köttinn, Gilitrutt, Hróa Hött, Litlu Gulu Hænuna, Litaland, Ljóta Andarungann, Gosa, Litlu Hafmeyjuna og Bakkabræður.
Fyrir utan þetta gerir Kristína fjölmargt annað eins og til dæmis að stunda og kenna magadans.
(Myndina tók Baldur Ragnarsson)