top of page
Þorgeir Tryggvason hefur stússað margt og mikið á leiksviðum, sem höfundur, leikari, leikstjóri og spilari. Hann átti eina innkomu í Lottuheiminn, þegar hann leysti Snæbjörn félaga sinn af sem undirleikari í lDýrunum í Hálsaskógi í leikferð um Suðurland. Löngu síðar sá hann sína fyrstu Lottusýningu, sem var Hrói Höttur á Flúðum um verslunarmannahelgi þar sem hljómsveitin þeirra Snæbjarnar, Ljótu hálfvitarnir, voru að spila. Síðan hefur hann verið mjög stoltur af að hafa aðeins fengið að stinga litlutánni innfyrir Lottudyrnar.
ÞORGEIR TRYGGVASON
bottom of page